- Sterk hilla með góðu geymsluplássi.
- Geymdu t.d. suðu/plasmavélar, borðverkfærin, verkfærabox,
Aukahlutakerfi sem gerir kleift að sérsníða uppsettningu á aukahlutum eftir þörfum. (Bættu við hillum, fótastífum, gjall/svarfbakka, stól og fl.)
Málsetningar | 1000x600 mm |
---|---|
Hæð á borðplötu |
100 mm |
Þykkt á borðplötu |
12 mm |
Þvermál gata | 19 mm |
Efni | Steypt grátt stál |
Áferð / húðun | Dragon Scale |
Þyngd á borðplötu | 120 kg |
Burðargeta á hvern fót | 270 kg |
Heildarburðargeta | 680 kg |
Allar hliðar borðplötunnar eru 12mm þykkar, einnig eru steyptar styrkingar í borðplötunni Borðplatan er fræst á öllum 5 hliðum með flatleika upp á +/- 0.0635 mm fyrir hvern 600x600 mm flöt. Hliðarnar á borðplötunni eru 100 mm á hæð með einni röð af götum fyrir verkfæri.
Dragon Scale húðun - suðu/gjall, rispu, og tæringarþolin húðun.
Festu hvaða fjölda borða sem er fljótlega saman með því að nota festibolta m/kúlulás.
Götin í borðplötunni eru undirsinkuð bæði að ofan og undir og er platan með chamfer allan hringinn
Dragon Scale húðun
Hæð: 530 - 780 mm
Hæð ofan á borðplötu: 635 - 890 mm
Burðargeta: 544 kg
Ytri prófíll: 83 mm, 5 mm á þykkt
Innri prófíll: 69 mm, 3.8 mm á þykkt
Hæð: 650 - 900 mm
Hæð ofan á borðplötu: 760 - 1,000 mm
Burðargeta: 340 kg
Ytri prófíll: 83 mm, 5 mm á þykkt
Innri prófíll: 69 mm, 3.8 mm á þykkt
Verkfæra kerfið fræa Fireball Tool er hreinlega bara betra og hagstæðara en önnur kerfi á markaðinum í dag. Það er hægt að taka í sundur og nota flesta kubba á margra mismunandi vegu sem tryggir það að þú fáir betri notkun og meira fyrir peninginn. Til dæmis er tannakubburinn ekki fáanlegur frá neinum öðrum framleiðendum, þar ertu með einn vinkil sem er hægt að stilla og festa með tönnunum. Hann rennur ekki til eins og aðrir vinklar og þarft ekki að eiga marga fyrir mismunandi hæðir heldur getur þú skipt út lárétta kubbinum fyrir mismunandi lengdir.
Við mælum með því að þú fylgir eða í það minnsta skoðar þessar leiðbeiningar, þó svo að þetta séu engin geimvísindi en borðplatan er þung og við mælum með því að þú fáir vin/i eða tæki til að hjálpa þér að reisa það upp.
Skref 1: Reystu borðið upp á hliðina (þú getur t.d. sett þvingu í hliðina til að ná gripi).
Skref 2: Við mælum með því að festa neðri fæturna fyrst og að skrúfa og handherða alla fjóra boltana áður en þeir eru festir með skralli. Passaðu að snúa fótunum rétt svo að hausarnir á boltunum í fótunum snúi út.
Skref 3: Festu fæturnar og hertu boltana í 40Nm.